Er þetta ekki dæmigert?

Hér er greinilega verið að miða við rangar forsendur í ákvörðunartöku um stuðning.  Ég hef ekki kynnt mér þessar breytingar eða lögin almennt en það er fáheyrt að meta þörf fyrir stuðning aðallega eftir sjúkrahúsavist þegar aðstæður geta verið svo mismunandi.  Það þarf greinilega að endurskoða þessi lög til að þau geri ekki út af við sjálfsbjargarviðleitni fólks og hvatann til að standa sig á erfiðum tímum í lífinu.
mbl.is Lögin: Refsað fyrir að vera góðir foreldrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlag

Það er nauðsynlegt að fyrirtæki haldi ró sinni eins lengi og hægt er varðandi verðhækkanir.  Eðlilegast er að líta á stöðu krónunnar í dag sem tímabundið ástand og hafa fyrirtæki klárlega haft mikið svigrúm til að búa sig undir þessa tíma.  Krónan hefur verið fyrnasterk á undanförnum misserum og ekki sást nú mikið til verðlækkana á þeim tíma. 

Mörg fyrirtæki auglýsa að engar verðhækkanir verði á þeirra vörum og þjónustu og er það til fyrirmyndar og skora ég á fleiri fyrirtæki að taka þann pólinn í hæðina.  Því miður hefur maður sér verðhækkanir sem eru umfram gengislækkun krónunnar og eru klárlega tækifærissinnar þar á ferð sem átta sig ekki á því að það er skammgóður vermir og kemur aftan að okkur öllum mjög fljótt.


mbl.is Hvetur fyrirtæki til að gæta hófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar og aðrar greiðslur 21,380.00 ISK

Var að athuga með flug til London hjá IE og fékk þennan kostnaðarlið í skrefi 3 af 5 í bókunarferlinu.  Hvað fellur eiginlega undir þennan kostnaðarlið hjá IcelandExpress?  Hvað eru aðrar greiðslur?  Af hverju mega flugfélögin (reyndar er IcelandExpress ekki flugfélag) auglýsa sína þjónustu með þessum hætti á meðan aðrir eru skyldaðir til að hafa virðisaukaskatt og önnur gjöld innifalinn í auglýstum verðum?  Þetta er orðið frekar pirrandi.  Það er ekki heil brú í þessu.

Nú? Má þá mótmæla í Kína?

Það er greinilega ekki sama hvert málefnið er þegar mótmælt er.  Sjálfsagt hefði nú einhver látið lífið og fjöldi slasast vegna aðgerða lögreglu og hers ef mótmælin hefðu verið gegn stefnu Kínverja í málefnum Tíbet eða öðrum viðlíka.

Sarkozy á hrós skilið fyrir staðfestu sína á meðan aðrir þjóðarleiðtogar horfa framhjá síendurteknum mannréttindabrotum Kínverja vegna óttablandinar virðingar fyrir stærð þjóðarinnar og áhrifa í verslun og viðskiptum.


mbl.is Mótmæli gegn Frökkum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarljósin

Hvað er þetta eiginlega með umferðarljósin í borginni?  Maður er endalaust að stoppa og taka af stað og yfirleitt kemur grænt ljós um leið og maður hefur stoppað.  Ég man eftir því þegar umræða var um þessi mál fyrir þó nokkru síðan að þeir sem þessi mál annast hjá borginni sögðu að ef fólk fylgdi löglegum hraða þá ætti það að komast um t.a.m. Miklubrautina án þess að þurfa að stoppa.  Þetta hefur því miður ekki verið reyndin og ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að ekki er tekið tillit til þess að bílar sem koma úr hliðargötum og eru kyrrstæðir á rauðu ljósi þurfi að komast af stað til að tefja ekki fyrir þeim sem á eftir koma.  Þannig er manni lífsins ómögulegt að halda jöfnum hraða þegar maður keyrir t.d. Sæbrautina eða Miklubrautina hvað þá aðrar helstu umferðaræðar borgarinnar. 

Ég keyri t.d. upp Breiðholtsbrautina frá mislægu gatnamótunum við Mjóddina á leið til vinnu á hverjum morgni og var mjög sáttur við samstillingu ljósa í brekkunni upp að Vatnsenda en Adam var ekki lengi í Paradís.  Einn morguninn virtust ljósaklukkurnar hafa ruglast og núna rétt missi ég af grænu ljósi á hverjum einustu gatnamótum og á þessum stutta spotta eru þau 4 talsins.

Þetta kostar mann ekki bara meiri ferðatíma heldur einnig meiri eldsneytiseyðslu og eykur mengun stórkostlega og væri gaman ef einhver tæki sig nú til og reiknaði þetta allt saman út.  Ég neita hreinlega að trúa því að ekki sé hægt að greiða leið okkar um götur borgarinn með því að stilla ljósin betur saman.


Miðbærinn okkar

Merkilegt hvað miðbærinn okkar hefur komið illa útúr góðærinu.  Það er ljóst að væntingar og áform um endurbyggingu og endurbætur eru mun stærri og meiri en góðærið gat borið.  Nú sitjum við eftir með yfirgefin hús í massavís í mikilli niðurníðslu, útkrotuð og ómannheld með tilheyrandi hættu á íkveikju.  Þeir aðilar sem ætluðu að leggja undir sig stórar torfur í gamla miðbænum og græða vænar fúlgur á niðurrifi og uppbyggingu sitja eftir með mun verðminni eignir en fyrir nokkrum mánuðum síðan sérstaklega m.t.t. þess að möguleikar á fjármögnun hafa stórminnkað og hagnaðarvonin að sama skapi.

Ekki er langt síðan að þessi hús hýstu fjölskyldur og einstaklinga og þeim var haldið við, allavega mun betur en í dag.  Það mjög slæmt að núverandi eigendur þessara húsa virðast vilja að þau séu sem verst útlítandi til að skapa umtal um að þau séu ónýt og þurfi að rífa hið fyrsta eins og það sé eina lausnin á vandanum. 

Ég hef áður rætt um þetta mál og bent á að "útrýming" stórs hlutar menningarsvæða eins og sú sem stóð og stendur til í miðbænum er alltaf varhugaverð í mörgu tilliti.  Nú erum við byrjuð að súpa seyðið af því, og mun fyrr en ég bjóst við.


Og hananú...

Loksins, loksins segir einhver eitthvað sem máli skiptir.  Það hefur blasað við okkur lengi hvernig umræddir aðilar hafa reynt að sverta íslenska fjármálakerfið og bankana og haft sitt upp úr því.  Tími til kominn fyrir málefnalega umræðu gegn neikvæðum niðurrifsáróðri manna sem mata síðan krókinn.
mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

Loksins kom að því að einhver varpar ljósi á réttar hliðar í þessu máli.  Mér finnst, í ljósi hagsmunaárekstra, alveg magnað að bankar geti gefið út gagnrýnar skýrslur um aðra banka eins og þeir dönsku hafa gert um þá íslensku hingað til.
mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög loðin og óskýr fréttaflutningur

Þessi frétt gefur tilefni til að ætla að skatan hafi hreinlega ráðist á blessaða konuna sem síðan lét lífið í kjölfarið.  Eins og fram kemur í fréttinni er talið að um einstakt slys sé að ræða en blessað dýrið var að öllum líkindum (kemur heldur ekki skýrt fram í fréttinni) að flýja sína eigin kvalara.

Því miður getur svona óskýr fréttaflutningur, sem greinilega er settur í æsifréttastíl til að ná athygli fólks, haft slæm áhrif á óstöðugt fólk, valdið ótta og jafnvel öfgakenndum viðbrögðum eins og því miður oft sést í Bandaríkjunum.


mbl.is Lést eftir högg frá arnarskötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta eiginlega með Ameríkana?

Nú skil ég betur af hverju Bush yngri er forseti í þessu landi.  Ætli það sé eitthvað í vatninu þarna eða?
mbl.is Greri föst við klósettsetuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband