Nýtum en ofnýtum ekki.

Það er til lítils að henda öllum eldspýtnastokknum á glóðina til að lífga eldinn við ef engar verða eftir fyrir morgundaginn.  Það er nauðsynlegt að ráðast ekki í of miklar breytingar og fórnir á of skömmum tíma því ákvarðanir okkar í dag sýna okkur framtíðina í nýju ljósi fyrr en varir, framtíð sem okkur óraði kannski ekki fyrir.  Því er hyggilegt að fara sér hægt í stórum og afdrifaríkum verkum, taka eitt skref í einu.  Eftir nokkur ár verður að öllum líkindum komin enn betri leið til að nýta auðlindir náttúrunnar en án þess að fórna svo miklu eins og gert er í dag.  Það er ekki gott að naga á sér handabökin, sérstaklega þegar framtíð næstu kynslóða er að veði.
mbl.is Ný samtök um náttúruvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Höskuldsson

Ekki halda eitt augnablik að ég sé þér ósammála! Er fjölskyldumaður sem þoli ekki einu sinni tilhugsunina um byrðarnar sem við erum að setja á börnin okkar!

Er að tala um nýtingu þeirra gríðarlegu auðlinda sem við höfu gefið kvótakóngum landsins, og við höfum ekki lengur aðgang að. Þar liggja okkar möguleikar, ekki í gernýtingu landsins.

Friðrik Höskuldsson, 26.11.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband