Samfélagsleg áhætta

Þegar fyrirtæki eru orðin svona stór, þá er áhættan orðin svo gríðarleg fyrir þau samfélög sem þau starfa í.  Ekki ósvipað og hjá fyrirtæki sem fær meginhluta tekna sinna frá aðeins einum eða mjög fáum viðskiptavinum.  Ef einn dettur út, þá eru miklar líkur á að fyrirtækið fari á hausinn.  Þetta er tangarhaldið sem stórfyrirtæki í dag hafa haft á stjórnmálamönnum.  "Ef við förum niður, þá farið þið niður líka".

Það er ekki hollt fyrir neinn, hvorki fyrirtæki né samfélög að fyrirtæki verði svona stór því svo margt er lagt að veði. Þá vaknar upp spurningin, á ríkið og hinn almenni skattborgari að hlaupa undir bagga til að bjarga málunum þegar í óefni fer?  Þarna vantar í raun áhættustýringu m.t.t. samfélagslegrar þátta.


mbl.is Breytt staða bílarisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband