Stillt upp við vegg...

Persónulega finnst mér það ekki vera hlutverk lífeyrissjóðanna að bjarga málunum alla jafna en þegar ástandið snertir orðið allt þjóðarbúið og hvert mannsbarn á Íslandi og þar með lífeyrissjóðina líka, þá er nauðsyn, ekki einungis þörf. 

Hins vegar tel ég mjög ámælisvert ef lífeyrissjóðirnir setja fram kröfu um að íslenska ríkisstjórnin óski eftir inngöngu í Evrópusambandið ef til aðstoðar þeirra á að koma.  Þar erum við að tala um mun veigameira mál sem snertir líka hvern landsmann og á ekki að taka ákvörðun um í slíku samhengi.

Ég er hræddur um að ef við sækjum um aðild að Evrópusambandinu eins og ástandið er nú, eins og t.a.m. Þorvaldur Gylfason prófessor vill, þá fyrst séum við búin að viðurkenna ósigur og þá fyrst verði krónan verðlaus í hinum stóra heimi fjármálanna og falli neðar en nokkurn gæti órað fyrir.  Tala nú ekki um ef við óskum eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eins og gjaldþrota þjóð.  Þá verður ástandið verulega skuggalegt.


mbl.is Verða að fallast á skilyrði sjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband