Ný samtök um náttúruvernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.11.2008 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fréttaskýring: Íslenskt ástand í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.11.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem þýðir að um helmingur þjóðarinnar er mjög ósáttur við flokkapólitíkina í dag. Víða hefur heyrst sú krafa að kjósa eigi fólk en ekki flokka og þá í tiltekin embætti ríkisstjórnarinnar. Ég tek heils hugar undir það og hef reyndar talað um það sjálfur í nokkur ár. Eins og staðan er í dag er sá einstaklingur sem vill starfa í stjórnmálum fullkomlega háður flokkapólitíkinni og valdauppbyggingunni í hverjum flokki og því eru flokkarnir tilvalið stjórntæki við uppbyggingu hringamyndunar valds í þjóðfélaginu.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.11.2008 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðild að Evrópusambandinu er ekki einföld og sjálfsögð. Við vitum t.a.m. ekki hvaða áhrif það mun hafa á veiðiréttindi okkar umhverfis landið sem tók okkur langan tíma og mikla vinnu að öðlast. Það sem fólk virðist vera að hrópa á með þessu er aukinn fjárhagslegur stöðugleiki og lægri vextir en ekki endilega aðildin sem slík. Það er nefnilega ýmislegt annað sem fylgir aðild af þessu tagi. Það mun hins vegar ekki verða lýðum ljóst fyrr en umræður vegna aðildar hefjast og fer það þá alfarið eftir upplýsingaflæðinu á meðan á því ferli stendur hvað hinn almenni borgari veit í raun og fær að hafa áhrif á um útkomuna. Það er því ómögulegt að fólk átti sig á því í raun hvað í slíkri aðild felst fyrir svo litla þjóð eins og okkur, sem hefur miklum hagsmunum að gæta í sérstöðu sinni í heiminum.
Með þessu er ég alls ekki að mæla á móti slíkri aðild. Heldur er ég ekki að hrópa eftir slíkri aðild. Þá skoðun vil ég mynda mér þegar aðildarskilmálar hafa verið settir fram og hvað verður í húfi.
Við verðum líka að átta okkur á því að 75% allra skulda fyrirtækja á Íslandi er í erlendri mynt og að skiptigengi yfir í annan gjaldmiðil mun aldrei verða jafn hagstætt og gengi íslensku krónunnar var þegar að lánin voru tekin. Það þýðir varanlega hækkun á höfuðstól umræddra lána í hlutfalli við mismun gengis við lántöku og skiptigengis. Það sama á að sjálfsögðu einnig við um lán einstaklinga í erlendri mynt.
Meirihluti styður ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.11.2008 | 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar fyrirtæki eru orðin svona stór, þá er áhættan orðin svo gríðarleg fyrir þau samfélög sem þau starfa í. Ekki ósvipað og hjá fyrirtæki sem fær meginhluta tekna sinna frá aðeins einum eða mjög fáum viðskiptavinum. Ef einn dettur út, þá eru miklar líkur á að fyrirtækið fari á hausinn. Þetta er tangarhaldið sem stórfyrirtæki í dag hafa haft á stjórnmálamönnum. "Ef við förum niður, þá farið þið niður líka".
Það er ekki hollt fyrir neinn, hvorki fyrirtæki né samfélög að fyrirtæki verði svona stór því svo margt er lagt að veði. Þá vaknar upp spurningin, á ríkið og hinn almenni skattborgari að hlaupa undir bagga til að bjarga málunum þegar í óefni fer? Þarna vantar í raun áhættustýringu m.t.t. samfélagslegrar þátta.
Breytt staða bílarisa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.11.2008 | 12:47 (breytt kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo reynir íslenska ríkisstjórnin að bjarga sér fyrir horn með því að neita að láta jafnt yfir alla ganga, slær ryki í augun á öllum og leggur æru íslensku þjóðarinnar á alþjóðavettvangi undir í leiðinni. Skamm.
Og enn sitja menn sem fastast og halda í stólana sína, í ríkisstjórninni, Seðlabankanum og FME. Skamm skamm skamm.
ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.11.2008 | 02:13 (breytt kl. 02:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað með þann skaða sem Bretar urðu valdir að á eignum Landsbankans með notkun hryðjuverkalaganna? Ef Ísland á að greiða mismuninn sem vantar uppá þá þurfum við skv. þessu samkomulagi einnig að taka á okkur það verðmætatap. Hvað þá afleiðingarnar gagnvart Kaupþingi. Hvar er alþjóðasamfélagið eiginlega? Á hegðun Breta gagnvart okkur að viðgangast? Það er ólykt af þessu öllu saman, alls staðar.
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.11.2008 | 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég þekki nú ekki þetta samkomulag til hlýtar en finnst það lúpuháttur að leggja þetta svona upp. Þetta eru okkar peningar og nú þurfum við á hverri krónu og hverju pundi að halda.
Hvað getur svosem orðið verra í þessum blessuðu samskiptum okkar við Breta? Þeir settu okkur á lista yfir hryðjuverkaþjóðir og frystu eignir í Englandi, settu Kaupþing í þrot, rakka okkur niður um allan heim, tala tveim tungum og nota svo IMF í þeirri viðleitni að arðræna íslensku þjóðina án dóms og laga. Þeir eru við sama heygarðshornið og venjulega og við eigum ekki að láta þá komast upp með svona hegðun frekar en í þorskastríðinu. Burtséð frá öllu öðru þá hefðu þeir átt að sýna sóma sinn í að koma fram við okkur eins og siðmenntað fólk en það gerðu þeir nú ekki. Ef þeir hefðu komið svona fram við Þjóðverja, Frakka eða aðra stóra þjóð í Evrópu, þá stæði nú yfir stríð.
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.11.2008 | 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið fjallað um ummæli forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.11.2008 | 11:49 (breytt kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir taka stórt uppí sig Bretarnir þegar þeir flokka sig sem lánadrottna Íslendinga vegna Icesafe. Hér er um lagalegan ágreining á milli ríkja að ræða sem skal leysa fyrir dómstólum. Bretar setja sig hér í hlutverk sækjanda, dómara og böðuls sem er langt í frá sæmandi.
Bretar eiga ekki frekar að njóta sér meðferð í IMF en það er einmitt það sem þeir eru að reyna, að nota IMF til að kúga Íslenskan almenning án dóms og laga. Ef Bretum tekst þannig að nota IMF í eigin þágu þegar upp kemur lagalegur ágreiningur á milli ríkja, þá er pottur víða brotinn.
Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.11.2008 | 14:23 (breytt kl. 14:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar