Aðalfréttin er að aðeins 49,9% taka afstöðu

Sem þýðir að um helmingur þjóðarinnar er mjög ósáttur við flokkapólitíkina í dag.  Víða hefur heyrst sú krafa að kjósa eigi fólk en ekki flokka og þá í tiltekin embætti ríkisstjórnarinnar.  Ég tek heils hugar undir það og hef reyndar talað um það sjálfur í nokkur ár.  Eins og staðan er í dag er sá einstaklingur sem vill starfa í stjórnmálum fullkomlega háður flokkapólitíkinni og valdauppbyggingunni í hverjum flokki og því eru flokkarnir tilvalið stjórntæki við uppbyggingu hringamyndunar valds í þjóðfélaginu.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig á fólk að fara að því að gefa upp stuðning sinn þegar allir gömlu raftarnir sem stóðu að hruninu og öllum þjófnaðinum sitja allir ennþá á listunum. Baráttukveðjur.

Ingi Jóhann Valgeirsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:05

2 identicon

Þessi 31,6% er sjálfsagt allt innmúrað í stjórnarflokkana.

Ingi Jóhann Valgeirsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Skaz

sko 49.9% af 800 tóku ekki afstöðu til hvaða flokks þau ætluðu að kjósa.

Hins vegar svöruðu 88% af 800 manns spurningunni um traust á stjórninni.

Af þeim segjast 31.6% styðja ríkisstjórnina...

Þannig að þetta er svolítið brutal vantraust sko...

Skaz, 23.11.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband