Verðlag

Það er nauðsynlegt að fyrirtæki haldi ró sinni eins lengi og hægt er varðandi verðhækkanir.  Eðlilegast er að líta á stöðu krónunnar í dag sem tímabundið ástand og hafa fyrirtæki klárlega haft mikið svigrúm til að búa sig undir þessa tíma.  Krónan hefur verið fyrnasterk á undanförnum misserum og ekki sást nú mikið til verðlækkana á þeim tíma. 

Mörg fyrirtæki auglýsa að engar verðhækkanir verði á þeirra vörum og þjónustu og er það til fyrirmyndar og skora ég á fleiri fyrirtæki að taka þann pólinn í hæðina.  Því miður hefur maður sér verðhækkanir sem eru umfram gengislækkun krónunnar og eru klárlega tækifærissinnar þar á ferð sem átta sig ekki á því að það er skammgóður vermir og kemur aftan að okkur öllum mjög fljótt.


mbl.is Hvetur fyrirtæki til að gæta hófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband