Miðbærinn okkar

Merkilegt hvað miðbærinn okkar hefur komið illa útúr góðærinu.  Það er ljóst að væntingar og áform um endurbyggingu og endurbætur eru mun stærri og meiri en góðærið gat borið.  Nú sitjum við eftir með yfirgefin hús í massavís í mikilli niðurníðslu, útkrotuð og ómannheld með tilheyrandi hættu á íkveikju.  Þeir aðilar sem ætluðu að leggja undir sig stórar torfur í gamla miðbænum og græða vænar fúlgur á niðurrifi og uppbyggingu sitja eftir með mun verðminni eignir en fyrir nokkrum mánuðum síðan sérstaklega m.t.t. þess að möguleikar á fjármögnun hafa stórminnkað og hagnaðarvonin að sama skapi.

Ekki er langt síðan að þessi hús hýstu fjölskyldur og einstaklinga og þeim var haldið við, allavega mun betur en í dag.  Það mjög slæmt að núverandi eigendur þessara húsa virðast vilja að þau séu sem verst útlítandi til að skapa umtal um að þau séu ónýt og þurfi að rífa hið fyrsta eins og það sé eina lausnin á vandanum. 

Ég hef áður rætt um þetta mál og bent á að "útrýming" stórs hlutar menningarsvæða eins og sú sem stóð og stendur til í miðbænum er alltaf varhugaverð í mörgu tilliti.  Nú erum við byrjuð að súpa seyðið af því, og mun fyrr en ég bjóst við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband