Mjög loðin og óskýr fréttaflutningur

Þessi frétt gefur tilefni til að ætla að skatan hafi hreinlega ráðist á blessaða konuna sem síðan lét lífið í kjölfarið.  Eins og fram kemur í fréttinni er talið að um einstakt slys sé að ræða en blessað dýrið var að öllum líkindum (kemur heldur ekki skýrt fram í fréttinni) að flýja sína eigin kvalara.

Því miður getur svona óskýr fréttaflutningur, sem greinilega er settur í æsifréttastíl til að ná athygli fólks, haft slæm áhrif á óstöðugt fólk, valdið ótta og jafnvel öfgakenndum viðbrögðum eins og því miður oft sést í Bandaríkjunum.


mbl.is Lést eftir högg frá arnarskötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband