Nútíma nýlenduvæðing stórveldanna

Það er ljóst að Ísland er nýjasta nýlenda stórveldanna á nútímavísu.  Nú þegar er ljóst að Landsvirkjun vill fá erlenda aðila að borðum orkuframleiðslu okkar Íslendinga.  Þá fer öll náttúran fljótlega undir stóriðju og virkjanir svo að ferðaþjónustunni blæðir.  Næst er það fiskurinn, vatnið, landbúnaðurinn o.s.frv.  Þetta er ekkert öðruvísi en AGS (IMF), USA og Bretar hafa áður gert t.a.m. í Ecuador og víðar.  Við verðum að átta okkur á því að USA og Bretar hafa sína menn í öllum efstu stöðum þeirra stofnana í heiminum sem hafa með þessi mál að gera og geta þar með stýrt þeim eins og strengjabrúðum.  Það hefur sýnt sig í samstöðunni gegn Íslendingum í Icesave deilunni og samtengingu afgreiðslu hennar við afgreiðslu björgunarpakka AGS.  Ísland er orðið nútíma nýlenda stórveldanna og arðránið er að hefjast.
mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband