Eigum við að blæða fyrir aðgerðir Breta?

Hvað með þann skaða sem Bretar urðu valdir að á eignum Landsbankans með notkun hryðjuverkalaganna?  Ef Ísland á að greiða mismuninn sem vantar uppá þá þurfum við skv. þessu samkomulagi einnig að taka á okkur það verðmætatap.  Hvað þá afleiðingarnar gagnvart Kaupþingi.  Hvar er alþjóðasamfélagið eiginlega?  Á hegðun Breta gagnvart okkur að viðgangast?  Það er ólykt af þessu öllu saman, alls staðar.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðgerðir Breta???

Alveg sama hvað þeir gerðu Landsbankinn var að fara á hausinn. Við erum að blæða fyrir það að Ríkistjórin tók yfir félag sem var farið á hausinn og þar af leiðandi skuldir þeirra.

Hvað hefði gert ef LÍ hefði verið leyft að fara á hausinn? Jú, væri þetta ekki þá hausverkur Björgúlfsfeðga sem aldrei borguðu í Tryggingarsjóðinn heldur settu allt í eigin vasa!!!

Væri ekkert slæmt ef Ríkið mundi taka yfir fyrirtæki mitt og láta þegna Íslands borgfa skuldirnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Það er ekki réttur skilningur hjá þér Hilmar.  Íslenska ríkið ber skv. EES samningnum ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæða vegna bankastarfsemi íslensku bankanna, bæði hér heima og erlendis.  Íslenska ríkið yfirtók ekki rekstrarfélag LÍ og skuldbindingar þess.  Heldur tók það yfir rekstur bankans með stofnun nýs ríkisbanka, óháð skuldbindingum gamla LÍ.  Það er því alfarið óháð áðurgreindri ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæða.  Þannig hefði umrædd ábyrgð alltaf fallið á íslenska ríkið.

En burtséð frá orsökinni og hver beri ábyrgð á hvernig fór fyrir LÍ þá tóku Bretar á þessum málum á afar dramatískan og ódiplómatískan máta sem varð þess valdandi að umræddar eignir LÍ, sem á að nota til að greiða uppí umræddar ábyrgðir, hafa fallið gríðarlega í verði.  Það þýðir að minni verðmæti standa eftir til að greiða uppí tryggingarnar og íslenska ríkið og þar með þegnar þess þurfti að brúa bilið.  Þá á alfarið eftir að taka tillit til hruns Kaupþings sem var bein afleiðing aðgerða Breta.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 16.11.2008 kl. 21:04

3 identicon

Ágætt að einhver geti útskýrt þetta á mannamáli. Ekki gerir ríkisstjórnin það.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband